Opnunartími búðarinnar - flutningar


Akureyrarvaka 2015


Nýr verkefnastjóri Grasrótar hefur verið ráðinn

GRASRÓT-LÓGÓ

 

Nýr verkefnastjóri Grasrótar hefur verið ráðinn, frá og með 1.maí 2015, og er það hún Sigríður Stefanía Stefánsdótir sem mun sinna því starfi næsta árið. Við bjóðum hana velkomna til starfa.


Grasrót hefur opnað verslun í húsnæði sínu Hjalteyrargötu 20

IMG_1635

 

Grasrót hefur opnað búð í húsnæði sínu við Hjalteyrargötu 20, Akureyri. Búðin Okkar er staðsett á efstu hæð hússins og selur vörur, verk og handverk framleidda á einn eða annan hátt í Grasrót.

Búðin opnaði með pompi og prakt í frábæru veðri  28.mars og mun framvegis vera opin VIKULEGA, ALLA FIMMTUDAGA KL 17°°- 21°°.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest í nýju búðinn okkar á næstunni, og endilega látið orðið berast, verk og vörur, MADE IN AKUREYRI á góðu verði, beint frá sköpurunum.

 

IMG_1639IMG_1632 IMG_1602


Opnun GrasrótarSAMSÝNINGAR á gildegi, 14.mars 2015

Grasrót logo

Grasrót opnaði samsýningu í Listagilinu á Gildegi síðustu helgi, 14.mars 2015.

Sýningin verður einnig opin næstu 2 helgar, síðasti opnunardaguar, Pálmasunnudagur.

Rúmlega 20 meðlimir Grasrótar sýna þarna saman margvísleg sköpunarverk sín, ljósmyndir, sandblástur, flugmódel, skúlptúra, myndlist o.fl. o.fl.

Opnunartími sýningarinnar er lau og sun, 14 – 17